Thursday, May 22, 2008
Geðveikt, en þó heilbrigt fólk og Hitler.
Í gær horfðum við í Stígvélaða kettinum eða Le Chat Botté (lagt hefur verið til að kvikmyndaklúbburinn muni héðan af aðeins ganga undir hinu franska nafni), á A Woman Under the Influence. Virkilega flott mynd sem lét okkur engjast um í sófanum af óþægindum á meðan spennan byggðist upp í löngum og erfiðum senum. Alveg hreint yndislegt. Gena Rowlands leikur geðveika konu af mikilli færni, en hins vegar leið mér þó eins og allir í kringum hana væru miklu geðveikari - bara bældir líka.
Nú flýti ég mér í húsvitjun til gamals kattar í Stórholtinu, en áður vil ég benda á uppáhalds hljóðaljóðið mitt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Geðveikt! Geðveiki :) Bjórkönnufyllerí á sunnudag, hljómar það ekki vel? er sko ekkert að vinna þá
Hljómar eins og hið besta plan.
Post a Comment