Tuesday, December 1, 2009

Bratwurst eða afhverju get ég ekki hætt að hugsa um þetta?


Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvers vegna Þjóðverjar, sem eru svo þekktir fyrir pulsurnar sínar, geta ekki gert pulsubrauð sem passa fyrir pulsurnar. Ég meina, þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur.

Nú hef ég verið í Berlín í bráðum fjóra mánuði og þetta er það eina sem ég hef að segja.
Takk fyrir.

Monday, February 16, 2009

Meiri hryllingur

Hér bæti ég inn flestum af þeim hryllingsmyndum sem horft hefur verið á síðan jólahryllingsmyndamaraþoninu. Þetta er svona til að reyna að halda utan um þetta og líka til að sýna það að við gefumst ekki upp. Við munum halda áfram að horfa og reynið bara að stoppa okkur. Afsakið það að ég bloggi ekki um neitt sem skiptir máli. Ef ég gerði það, þá þyrfti ég að blogga miklu oftar og það er mér algerlega ofviða.











Tuesday, January 6, 2009

Blóðrauð hryllingsjól, 28. des 2008 - 4. jan 2009.

Le Chat Botté átti svo sannarlega blóðrauð hryllingsmyndajól. Vissulega var um ákveðinn raunveruleikaflótta að ræða, raunverulegi hryllingurinn þessi jól eru aðfarir Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum á Gaza. Þetta var svona tilbúinn, fjarstæðukenndur afþreygingarhryllingur.