Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg gleðijól.

Ég vil bara nota tækifærið, svona rétt áður en við förum til foreldra Ingólfs með hnetusteikina mína og góða skapið, til að benda á það hversu vitlaus - alveg bara skemmtilega vitlaus - Kolbrún Bergþórsdóttir er. Ég las pistilinn hennar í mogganum í dag og þótt að ég búist nú yfirleitt ekki við neinu gáfulegu, þá gat ég ekki stillt mig um að hlægja og blogga svolítið. Það eru nú jólin. Kolbrún skrifar í pistli sínum um það að fólk sem mótmælir gleðjist ekki um jólin og bara svona almennt og yfirleitt, vegna þess að það er svo á móti öllu og öllum. Þetta þykir mér fyndið vegna þess að ég held að fólk, sem lætur skoðanir sínar í ljós og berst fyrir því sem það trúir á, sé einmitt miklu miklu glaðara og hamingjusamara en þeir sem trúa ekki á það að mótmæli breyti nokkru eða að þjóðfélagið geti orðið betra en það er núna. Fólkið sem situr heima og röflar yfir þeim sem hrópa skoðanir sínar niðri á Austurvelli eða annars staðar - en það er einmitt það sem Kolbrún gerir, röflar og fær útrás fyrir gremju sína, bæði í pistli í mogganum í dag og fyrr í vikunni - hefur gefist upp, eða aldrei áttað sig á óréttlætinu sem gegnsýrir samfélag okkar.

Gleðileg jól!!

No comments: