Tuesday, May 20, 2008

Frá útimorgunkaffi til geldandi zionista.



"Years ago, I wrote a short story about my mother called ‘The Castrating Zionist’ and I wanted to expand it to a novel."

Í morgun drakk ég kaffi úti í garði og það var bara fínt þangað til að skýjin höfðu skyndilega hrannast upp fyrir ofan okkur og allt hafði í einni svipan orðið rigningarlegt. Mér finnst ekkert betra en það að hafa farið aðeins út - þá getur maður farið aftur inn með góðri samvisku og lagt sig.

Í dag blaðaði ég aðeins í Smásögum ungra höfunda frá 1940-55, en rak augun í það í formála ritstjórans að hann varaði við því að ,,stafsetning, en einkum greinamerkjasetning sé með ýmsu móti í bókinni" og að þrátt fyrir að nokkrir höfundar fari eftir skólavenju um greinarmerkjasetningu, geri það ,,varla neinn út í æsar".
Þetta gladdi mig verulega.

Eftir að hafa gengið í barndóm og öskrað af hlátri og æsingi á meðan ég spilaði súpermaríóbros þrjú með Flóka, róaði ég taugarnar með einhverri skemmtilegustu mynd sem ég hef séð og þarf alltaf að vera að sjá aftur.

Mér líður eins og dagurinn hafi haft upphaf, miðju og endi.

No comments: