Thursday, May 15, 2008

SúperMaríóBros eða hvernig tiltölulega nýtt online ástarsamband hefur á svipstundu staðnað.


Þetta byrjaði vel, fallega jafnvel. Ég hrópaði upp yfir mig: Stóru bræður mínir ættu að sjá mig núna! og Djöfull er ég fokking geðveik! En núna þegar ég fer á retrouprising.com og spila Super Mario Bros geri ég alltaf sömu hlutina. Næ öllum peningunum í fyrsta borði fyrsta heims og verð stór. Svo fer ég í annað borð og næ mér í hvítu smekkbuxurnar, helling af peningum, aukalíf og svindla mér yfir í fjórða heim. Í fyrsta borði í fjórða heimi næ ég mér í annað aukalíf auk þess sem ég kemst undan þessum ógeðslega pirrandi gaur sem er uppi á skýjinu. Því næst svindla ég mér (úr 2b.4h.) yfir í fimmta heim. Klára með léttum leik fyrstu þrjú borðin þótt ég minnki oft niður í litla gaurinn í brúna bolnum fyrir lokaborðið. En þegar kemur að endakallinum, þá bara.. þá bara get ég ekki. Ég dey alltaf í síðasta borði þótt ég byrji með sjö fökkings líf.

Gæli við þá hugmynd að spila frekar Super Mario Bros 2, vera prinsessan sem ögrar þyngdaraflinu með stórfenglegum hoppum sínum.

Jæja, nú hafið þið eflaust lesið áhugaverðasta texta ævi ykkar. Til hamingju með það.

No comments: