Tuesday, June 3, 2008

Úps, hann varð víst eitthvað pirraður.

Hmm..
Fyrir aftöku: Hvítabirnir eru ekki friðhelgir á landi en þeir eru friðaðir á hafís eða sjó. Heimilt er að fella þá ef talið er að annað hvort fólki eða búfénaði stafi hætta af þeim, að sögn Páls.

Eftir aftöku: Hvítabjörninn er friðaður að íslenzkum lögum á landi, hafís og sundi, en fanga má hann lifandi og flytja þangað sem hann gerir ekki usla. Hann er þó réttdræpur, þegar hann ógnar lífi manna og skepna.

Jæja ókei, hann er semsagt friðaður á landi en verði hann pirraður þá má skjót'ann. Hver er besta leiðin til að pirra stóran hvítan ísbjörn? Öh, til dæmis með því að safna saman svona fimmtíu-sextíu íslendingum í svona sight-seeing ferð.. Ég meina, ég verð oft svo pirruð ef ég er nálægt nógu mörgum íslendingum að ég gæti talist hættuleg.

1 comment:

Sandra said...

ég hefði tekið hann heim með mér og boðið honum uppá fiskirétt og skutlað honum síðan aftur til mömmu sinnar