Tuesday, June 3, 2008

Ísbjörn á norðurlandi eða ,,drepum helvítið".


Mér finnst allir á fjölmiðlunum gefa í skyn að þeir vilji hann feigann.

Nú er ég ekki dýraverndunarsinni sem, eins og Egill Helgason skrifaði einu sinni á blogginu sínu, vill bara vernda sætustu dýrin. Það er alls ekki satt, ég hef alltaf verið á móti fegurðarsamkeppnum, líka fegurðarsamkeppnum ómennskra-dýra og mismunun þeirra vegna útlits*. Það er ekkert verra að borða hunda og ketti en kindur og svín. En nú er ég komin út í aðra sálma. Ég hef bara áhyggjur af því að íslendingar vilji drepa þennan ísbjörn.. Svona ,,ef hann fer ekki um leið og við biðjum hann um það þá drepum við helvítið"-stemmning.


*Sbr. færsla á bloggi mínu 17. nóvember 2005:
,,Hárlausir kettir eiga undir högg að sækja í baráttu kettlinganna. Sú staðreynd kom mér ekki á óvart í yfirborðskenndri kroppasýningu. Hins vegar heita ljótu kisurnar svalari nöfnum og persónuleiki þeirra er eflaust ekki síðri en þeirra fallegu, líklegra tel ég að ljótu séu dýpri og meðvitaðri en hinir, lausir við hégómleika og hræsni.

http://kittenwar.com/kittens/losers/
"

1 comment:

guðrún elsa said...

Já, það er víst búið að gefa leyfi fyrir morðinu. Er of niðurdregin til þess að skrifa færslu um það.