

Í fyrradag var önd úti í næsta garði og hún stóð spök á meðan ég myndaði hana.
Í dag fór ég í búð og keypti bók sem ég hef girnst í margar vikur. Bjóst ekki við því að finna hana, en hún fannst í virkilega góðu ásigkomulagi og ódýrt (hækkaði líklega ekkert í kreppunni). Búðareigandi sagði þetta góða bók og bætti því við að Jón Óskar hafi verið afskaplega hrifinn af París. Vera á eftir að pissa í sig af afbrýðisemi, en ég ætla að leyfa henni að skoða bókina, svona af því að það er hún. Þið hin getið gleymt því! GLEYMT ÞVÍ!!
1 comment:
Vá ég er geðveikt djelló. Jón Óskar hefur þýtt Baudelaire og bjó í París. Þarf ekki meira til að bræða hjarta mitt.
Post a Comment